Færibandaþurrkari hjá Löngu í Vestmannaeyjum.

Færibandaþurrkari hjá Löngu í Vestmannaeyjum.
Þurrkaðir hryggir. Mynd Víkingur Smárason

Tekinn hefur verið í notkun færribandaþurrkari hjá Löngu í Vestmannaeyjum, sem hannaður er af Dexta orkutæknilausnum ehf.

Samið var um hönnun við Dexta í lok október 2013 og var þurrkarinn og tengdur búnaður prufukeyrður og gangsettur þann 14. nóvember síðastliðinn (2014).

Smíði og samsetning þurrkarans, uppsetning vélbúnaðar og lagna var framkvæmd af fyrirtækjum í Vestmannaeyjum, þ.e. Skipalyftunni, Eyjablikk og Vélsmiðjunni Þór.

Allur raf- og stýribúnaður kom frá Loftræsti- og kæliþjónustunni í Vestmannaeyjum.

Hönnun rafkerfis, stýritöflu og forritun iðnstýringa og skjákerfis kom frá Optech ehf á Akureyri.

Þurrkarinn er fimm færibanda þurrkari, þar sem hvert band er með virka breidd 2,7m og virka lengd 19m, með plastkubbaböndum og plastteinum frá Scanver (Scanbelt).

Færiböndin eru strekkt með lofttjökkum og er vatnsþvottur á efsta færibandi (innmötun), bæði að innan og utanverðu til að koma í veg fyrir uppsöfnun óhreininda.

Þurrkarinn er hannaður til þess að forþurrka um 24 tonn á sólarhring (blaut vara inn) af fiskhryggjum eða fiskbeinum, kolmunna eða sambærilegu hráefni.

Þurrkarinn getur keyrt bæði með svokallað lokað kerfi (varmadælu), en líka opið kerfi og getur því hvort heldur sem er þurrkað með varmadælu eða með hita frá hitaveitu.

Hægt er að stilla loftskipti í þurrrkaranum frá 0-100%.

Varmadælan sem knýr þurrkferilinn og þurrkar loftið í þurrkaranum afkastar um 960 kW (kæliafköst) og notar til þess um 270 kW af rafmagni.  Varminn frá varmadælunni er því um 1.230 kW (COPH = 4,55).

Auk þess er varmaendurnýting með krossvarmaskiptum í þurrkaranum sjálfum, sem endurnýtir um 360 kW, þannig að heildarvarmaflutningur í þurrkaranum er því allt að 960+360 = 1.320 kW (COPC = 4,89).

Umframvarmi er nýttur til forhitunar á lofti að eftirþurrkun.  Umfang þeirrar orku er á bilinu 250...350 kW að öllu jöfnu.  Framleidd og endurnýtt varmaorka er því á bilinu 1.570...1.670 kW.  Með þessu verður heildarhagkvæmni orkunýtingar varmadælu og krossvarmaskipta í bandaþurrkaranum, til samans á bilinu COPH = 5,81...6,19.

Dexta óskar Löngu til hamingju með þurrkarann !

 


Dexta orkutæknilausnir ehf.

Huldugil 62
IS-603
Akureyri

Sími: (+354) 461 5710
GSM: (+354) 894 4721

Kt.: 590505-0720
VSK nr. 86760

Tölvupóstur