Íslenska

Dexta orkutæknilausnir ehf. sérhæfir sig í hönnun og sölu á tæknilausnum og búnaði fyrir orkuflutningsferla (hitun og kælingu), varmaendurnýtingu og  aðra orku-, iðnaðar-, og framleiðsluferla.

Dexta orkutæknilausnir ehf. býður uppá sérfræðiráðgjöf til lágmörkunar á orku- og vatnsnotkun fyrirtækja.  Með því verður rekstur fyrirtækja umhverfisvænni, hagkvæmari og samkeppnishæfari.

Dexta orkutæknilausnir ehf. hefur unnið með fiskþurrkunarfyrirtækjum frá stofnun.  Hér er um að ræða hönnun þurrkferla, varmaendurnýtingarkerfa og sölu á búnaði og heildarlausnum.

Dexta hefur hannað vothreinsibúnað eða þvottaturna (e. scrubber) til lyktareyðingar í útblæstri frá fiskþurrkun.  Lausnin felst í notkun þvottaturns (vatnsúða) með yfirborðsauka (pakki) og ósoni.

Dexta orkutæknilausnir ehf.

Huldugil 62
IS-603
Akureyri

Sími: (+354) 461 5710
GSM: (+354) 894 4721

Kt.: 590505-0720
VSK nr. 86760

Tölvupóstur