Viðskiptaskilmálar Dexta

 

Greiðsluskilmálar.

Greiðsluskilmálar eru samkomulag í hverju tilfelli, bæði þegar um reikningsviðskipti og sérstök tilfelli, eins og sérpöntun á búnaði eða heildarlausn er að ræða.

Sérpantanir / tilboð:

  • Almennt skal liggja til grundvallar sérpöntunum samþykkt tilboð ásamt viðbótar skilmálum og tæknilýsingu eða tilvísun í þær.
  • Með greiðslu inná pöntun skuldbindur kaupandi sig til að kaupa umræddar vörur, enda er ekki um lagervöru að ræða, heldur sérpöntun eða sérsmíði fyrir sérstakar, umbeðnar aðstæður.
  • Pöntun tekur gildi um leið og innborgun hefur borist Dexta.
  • Lokagreiðsla skal almennt greidd fyrir afhendingu á afhendingarstað, sem venjulega er ýmist vöruhús í Reykjavík eða lager Dexta (á Akureyri).

Allur búnaður er eign seljanda, þar til hann hefur verið að fullu greiddur.

Hæstu leyfilegu vextir reiknast á drátt á greiðslum frá eindaga.

 

Greiðslutrygging.

Gagnkvæmt traust, greiðsluframvinda, bankaábyrgð eða annað sem um semst í hverju tilfelli.

 

Gjaldmiðill.

Viðskipti Dexta eru venjulega í íslenskum krónum (kr eða ÍSK).  Þegar um innfluttar vörur er að ræða, þá er verð háð eða tengt gengi gjaldmiðla.  Þá er almennt miðað við, ef samningsupphæð er í ÍSK, að verð í ÍSK taki bara breytingum í samræmi við breytingar á gengi umfram ±2%.

Verð eru alltaf gefin upp án VSK.

 

Undantekningar.

Búnaður og tilboð innihalda aðeins þá hluti sem skilgreindir eru í tilboði og/eða tæknilýsingu og þar af leiðandi ekki:

  • Virðisaukaskatt (VSK),
  • Flutning frá afhendingarstað á uppsetningarstað,
  • Vinnu við uppsetningu, samsetningu eða gagnsetningu búnaðar,
  • Sérútfærsla / -kröfur um búnað, kælimiðla eða rafkerfi vegna staðbundinna laga og/eða reglna, vegna vinnsluleyfis eða óvenjulegrar notkunar búnaðar.
  • Sérstök eða viðbótar eintök af vottorðum,
  • Aukabúnaður, annar en talinn er upp vera meðfylgjandi í tilboði eða meðfylgjandi tæknilýsingu.
  • Vatn, glýkól, kælimiðil, olíur eða önnur efni sem nauðsynleg eru fyrir virkni búnaðarins, og fyllist á kerfi eftir upp- eða samsetningu  -  nema það sé sérstaklega tekið fram.
  • Aðra hluti sem ekki eru nefndir í tilboðs- og/eða tæknilýsingu.

 

Afhendingarstaður.

Verð miðast ýmist við afhendingu frá lager Dexta (á Akureyri) eða frá vöruhúsi í Reykjavík, nema um annað sé samið sérstaklega.

 

Afhendingartími.

Sérpantaðar vörur hafa breytilegan afhendingartíma, bæði eftir tíma árs og birgjum sem um er að ræða hverju sinni.  Auk þess hefur flutningsleið bæði áhrif á flutningstíma og verð.  Venjulega er miðað við sjóflutning og lægst mögulega flutningsverð og þar með lengsta flutningstíma, sem oftast er um 2 vinnuvikur frá birgjum erlendis.

 

Afhendingarskilmálar og ábyrgð búnaðar

Ábyrgð DEXTA sem endursöluaðila er aldrei meiri en ábyrgð framleiðanda hverju sinni.  Ábyrgð er 12 mánuðir frá afhendingu frá framleiðanda (verksmiðju).  Í sumum tilfellum (sem skal þá sérstaklega tiltekið í tilboði eða sérstökum samningi) er hægt að bjóða 18 mánaða ábyrgð frá afhendingu búnaðar frá verksmiðju, að því gefnu að búnaður hafi verið (verði) geymdur í umbúðum, við kjöraðstæður og samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda, allan þann tíma (þar með talið við flutning), en þá takmarkast ábyrgð hinsvegar venjulega við 12 mánuði frá því að búnaður er tekinn í notkun.

Ábyrgð DEXTA takmarkast við söluverð vörunnar.

Flutningur á varahlutum á ábyrgðatíma á milli framleiðanda og kaupanda er á kostnað kaupanda. Öll vinna, ferðakostnaður og uppihald vegna gangsetningar, kennslu, stillinga, viðgerða að annarar þjónustu á uppsetningar- eða ábyrgðartíma er á kostnað kaupanda.

Ábyrgð DEXTA og birgja DEXTA tekur einungis til og takmarkast við framleiðslugalla, en tekur ekki til slits, tæringar, skemmda á tæringarvörn eða annarra skemmda, hvort heldur sem er vegna eðlilegrar, óeðlilegrar eða rangrar notkunar.

 

Annað.

  • Tilboð eru trúnaðarmál.
  • Tilboðið og reikningar eru gerðir með fyrirvara um innsláttar- og samlagningarvillur.
  • Almennt er boðinn rafbúnaður (kraftur) gerður fyrir 24V(ac/dc), 1×230V,  3×230/400V eða 3×400/690V við 50Hz og gerir kröfu um N + PE, með ásættanlegu (lágu) viðnámi til jarðar (helst undir 2 Ohm), yfirtíðni og spennusveiflur í rafkerfi innan gildandi staðla á hverjum tíma.
  • Það er á byrgð kaupanda eða notanda búnaðar að tryggja að ofangreindar aðrar kröfum skv. leiðbeiningum framleiðanda búnaðar hverju sinni, séu uppfylltar.
  • Tiltaka skal sérstaklega ef búnaður skal gerður fyrir aðra spennu eða tíðni.

Dexta orkutæknilausnir ehf.

Huldugil 62
IS-603
Akureyri

Sími: (+354) 461 5710
GSM: (+354) 894 4721

Kt.: 590505-0720
VSK nr. 86760

Tölvupóstur